Til sidst – opgaver
Þegar búið er að kynna sér vel efni kaflans, Krop og livsstil, er gott að spreyta sig á þessum verkefnum:
Jumble er möguleiki í Kahoot þar sem nemendur raða fjórum atriðum saman, t.d. í stærðarröð, aldursröð eða einhverri fyrir fram gefinni röð. Verkefnið hentar fyrir einstaklinga eða hópa. Til að leysa þetta verkefni þarf að hafa áskrift (pro feature).
Um er að ræða 11 þrautir er tengjast efni 1. kafla um Hverdagen: en krop, tøj og tilbehør, tid og aktiviteter. Liðin hafa 60 sekúndur til að leysa hverja og eina þeirra.
Með því að smella á hlekkinn hér að neðan opnast þrautin í Jumble Kahoot. Varpið henni upp af skjávarpa. Á skjánum birtist númer (game pin). Nemendur/hópar slá það inn í snjalltækin og þá eru þeir orðnir þátttakendur í leiknum. Þegar allir hafa skráð sig inn með nafni setur kennari keppnina í gang. Spurningarnar birtast á skjánum og nemendur svara með snjalltækjunum. Hver spurning varir í 30 sekúndur eða þar til allir hafa svarað. Að leik loknum getur kennari vistað niðurstöðurnar í Excel skjali og farið yfir þær með nemendum.
Einnig er hægt að ná í leikinn með því að skanna QR kóðann:
Með því að smella á krækjuna hér að neðan opnast spurningakeppni í Kahoot. Varpið henni upp af skjávarpa. Á skjánum birtist númer, svokallað game pin. Nemendur/hópar slá það inn í snjalltækin og þá eru þeir orðnir þátttakendur í leiknum. Þegar allir hafa skráð sig inn með nafni þá setur kennari keppnina í gang. Spurningarnar birtast á skjánum og nemendur svara með snjalltækjunum. Hver spurning varir í 30 sekúndur eða þar til allir hafa svarað. Að leik loknum getur kennari vistað niðurstöðurnar í excel skjali.
Jeopardy er spurningaleikur sem kennari stjórnar í gegnum tölvu og skjávarpa. Hann ákveður hversu mörg lið etja kappi og raðar nemendum í lið. Hægt er að velja allt að 16 lið.
Í þessu verkefni eru fimm efnisflokkar – interesser, sundhed, følelser, sociale evner/kommunikation, lidt af hvert – og í hverjum flokki er hægt að velja fimm spurningar. Spurningar eru misþungar, þær léttustu gefa 100 stig og svo koll af kolli upp í 500 stig fyrir erfiðustu spurningarnar. Kennari sér um að gefa stig og getur gefið mínusstig ef þurfa þykir. Ekki er þó mælt með því. Neðst á skjánum birtast liðsnúmerið og þar undir eru plús og mínus hnappar.