ChatterPix

Í stuttu máli:

  • ChatterPix/ChatterKids er einfalt smáforrit þar sem hægt er að taka upp frásögn.

ChatterPix/ChatterKids er afar einfalt app til að taka upp hljóð, með smá myndskreytingu.

  • Forritið er sótt af Play Store eða App store. Það er frítt.
  • Byrjað er á því að velja mynd (t.d. af þeim sem talar eða bara hvaða persónu/veru sem er).
  • Rifa er gerð fyrir munn með því að draga strik þvert yfir munninn.
  • Því næst er hljóðið tekið upp. Það er gert með því að smella á hljóðnemann í forritinu og byrja að tala dönsku, gerist varla einfaldara. Hægt er að taka upp 30 sekúndna hljóðbút.
  • Þegar því er lokið hreyfir manneskjan/veran á myndinni varirnar nokkurn veginn í takt við textann.

Þetta smáforrit getur reynst nemendum vel sem eru feimnir við að segja frá sjálfum sér eða birta myndir af sjálfum sér.

Leitarorð: How to use ChatterPix Kids