Linoit

Í stuttu máli:

  • Rafræn kortktafla.
  • Hægt er að búa til hóp innan forritsins svo allir í bekknum geti fylgst með hjá öðru.
  • Hver og einn nemandi/hópur velur sér korktöflu og hannar hana eftir sínum óskum.
  • Hægt er að festa texta, myndir og myndbönd á korktöfluna.
  • Kennari hefur aðgang að öllum verkefnunum og getur því fylgst með.

Linoit er korktöfluforrit, sem hægt er að vinna með í borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Svona er farið að:

  • Hver og einn nemandi sem og kennari skráir sig inn í kerfið sem notandi (Sign up).
  • Kennarinn getur þá búið til hóp innan forritsins svo allir í bekknum geti fylgst með hjá hinum. Hann velur My Groups (efst fyrir miðju) og smellir síðan á Create New Group. Hópnum er gefið nafn og valið: Membership – By invitation only. Þá er smellt á Create a group.
  • Því næst eru netföng nemenda skráð inn, eitt í hverja línu (Invitees), nafn kennara og skilaboð til nemenda einnig og smellt á Invite.
  • Þegar allir eru komnir með aðgang er hægt að velja sér korktöflu. Hver og einn hópur eða einstaklingur velur sér korktöflu og hannar hana eftir sínum óskum. Það er gert með því að smella á Create a new canvas og gefa korktöflunni sinni nafn, velja bakgrunn og smella á hnappinn neðst: Create a new canvas.
  • Hægt er að að festa texta, myndir og myndbönd á korktöfluna. Athugið þó að ekki er hægt að ná í myndir beint af netinu, heldur þarf að vera búið að hlaða þeim niður í tölvuna. Þægilegt er fyrir kennarann að fylgjast með hvernig hverjum og einum gengur, þar sem hann hefur aðgang að öllum verkefnunum.