Quizlet

Í stuttu máli:

  • Quizlet er spurningaleikja- og minnisþjálfunarforrit.
  • Á verkstiku forritsins er hægt að velja ýmsa möguleika, t.d. flashcards, próf, pörunarleiki o.f.l.

Í Quizlet er hægt að æfa orðaforða á nokkuð fjölbreyttan hátt.

Svona er farið að:

Ef smellt er á Quizlet hlekk í Tempo opnast verkefnin sjálfkrafa á Flashcards möguleikanum. Á verkstiku (vinstra megin í tölvum og fyrir neðan verkefnin í snjalltækjum) geta nemendur valið milli möguleikanna: Flashcards, Learn, Write, Spell, Test, Match og Gravity.

Þegar nemendur telja sig hafa náð tökum á efninu er upplagt að fara í Quizlet live. Kennarinn velur þá Live möguleikann lengst til vinstri, neðst, á skjánum. Þá raðar forritið nemendum í hópa og þeir keppast síðan við að muna það sem þeir eru búnir að fara yfir, fyrr í kennslustundinni