Classkicks

Í stuttu máli:

  • Classkick er í grunninn umsjónarkerfi fyrir bekki/hópa.
  • Hægt er að útbúa margskonar verkefni sem tengjast ritun, hlustun, lesskilning og lausnaleit.

Classkick er í grunninn umsjónarkerfi fyrir bekki/hópa, svipað og Seesaw, Formative og fleiri. Það býður upp á marga möguleika sem geta nýst í tungumálakennslu. Meðal þess sem hægt er að láta nemendur glíma við er að setja inn myndir og texta, taka upp hljóðskrár, para saman hluti við mynd/myndir, leysa venjuleg eyðufyllingarverkefni, svara krossaspurningum, gera ritun og teikningar.

ATH. Til þess að nota Classkick verkefnin sem fylgja með TEMPO er engin þörf á að stofna aðgang á Classkick, hvorki fyrir kennara né nemendur. Verkefnin sem fylgja TEMPO eru öll gerð með fríútgáfu forritsins.

Verkefnin sem fylgja TEMPO eru á þremur blaðsíðum. Flett er milli verkefna með örinni fyrir ofan hvert verkefnablað (sjá mynd 1).

Mynd 1

Verkefnin eru þannig uppbyggð að á bls. 1 og 3 eru pörunarverkefni, þar sem nemendur eiga að setja orðin á rétta staði á mynd en á bls. 2 er einfalt ritunarverkefni (sjá mynd 2).

Mynd 2

ATH. Textatáknið á að vera sjálfvalið og þá þurfa nemendur einfaldlega að smella á Click here to type til að hefja leik. Ef Click here to type birtist ekki í upphafi þarf að velja textatáknið (T) á stikunni efst á síðunni.

Í verkefnunum sem fylgja TEMPO er eins og áður segir ekki gerð krafa um að kennarar búi sér til sinn eigin aðgang. Til að skila verkefnunum til kennara þurfa nemendur þá einfaldlega að taka skjáskot þegar þeir hafa lokið vinnu á hverri blaðsíðu og senda til kennara. Með því að kaupa aðgang að Classkick opnast fleiri möguleikar fyrir tungumálakennara. Eins og t.d. möguleikinn á að útbúa allskyns munnleg verkefni og sína eigin hópa. Þá geta nemendur skilað verkefnunum beint inn í sinn hóp og kennari gefið endurgjöf um hæl. Classkick er gott hópaumsjónarkerfi og einfalt í uppsetningu.