Kahoot

Í stuttu máli:

  • Forrit til að fara í spurningakeppni.
  • Nota þarf skjávarpa, þráðlaust net og nokkur snjalltæki.

Skemmtilegast er að hver nemandi sé með eitt snjalltæki (síma eða spjald) en einnig er hægt að skipta nemendum í litla hópa þar sem hver hópur hefur eitt tæki.

Gangur leiksins er í stuttu máli þannig að kennari setur spurningakeppnina upp á skjávarpa. Á skjánum birtist númer, svokallað game pin. Það númer þurfa nemendur að slá inn í snjalltækin (kahoot.it) og þá eru þeir orðnir þátttakendur í leiknum. Þegar allir nemendur/hópar hafa skráð sig inn með nafni setur kennari keppnina í gang. Spurningarnar birtast á skjánum og nemendur svara með snjalltækjunum.

Í TEMPO eru tvenns konar Kahoot leikir, annars vegar venjulegt Kahoot Quiz (svarmöguleika A, B, C eða D) og hins vegar svokallað Jumble Kahoot þar sem nemendur þurfa að raða atriðum eftir röð (stærðarröð, aldursröð eða hvaða röð sem er).

Þegar smellt er á Kahoot hlekk í TEMPO opnast hver leikur sjálfkrafa. Kennari þarf þá ekki að gera annað en að kveikja á skjávarpanum og setja leikinn af stað (play as guest – efst í hægra horni skjásins). Hægt er að velja hvort nemendur keppa í liðum eða sem einstaklingar.