Classtools – Connect Four
Í stuttu máli:
- Leikur sem gengur út á að finna fjórar samstæður.
Connect Four er þrautaleikur þar sem tenging er fundin á milli orða. Sumir kannast eflaust við leikinn úr sjónvarpsþættinum Útsvari sem var í mörg ár í sjónvarpinu. Í Connect Four þarf að raða saman 4×4 atriðum sem passa saman og gera síðan grein fyrir því hver tenging atriðanna er.
Kennari hefur val um að fara í leikinn með öllum bekknum (með tölvu/skjávarpa) eða í minni hópum. Þá getur hver og einn nemandi einnig spreytt sig í einu tæki. Það tekur stutta stund að leysa hverja þraut en þetta getur verið sniðug leið til að brjóta kennslustundir upp.
Svona er farið að:
- Þegar smellt er á Connect Four hlekk í TEMPO opnast leikurinn sjálfkrafa. Einnig er hægt að sækja hann með því að skanna QR kóða.
- Smellið á Start Game!
- Leikurinn felst í því að tengja saman 4 orð sem passa saman og finna út hvaða tengingu þau hafa. 1 stig er veitt fyrir hverja röð (alls 4 stig) og 1 aukastig er veitt fyrir að geta upp á hvaða flokki orðin tilheyra (alls 4 stig). Dæmi: sort, hvid, gul og grøn – tilheyrir flokknum farver (litir). Mest er hægt að fá 8 stig.