Til sidst – opgaver
Þegar þú hefur kynnt þér vel efni kaflans, Demo, er gott að spreyta sig á þessum verkefnum:
Vinnið saman tvö og tvö. Tengið saman 4 setningar þar sem sama orð passar inn í setningarnar. Þið fáið 1 aukastig ef þið getið upp á hvaða flokki setningarnar tilheyra. Dæmi: sort, hvid, gul og grøn – tilheyrir flokknum farver (litir). Mest er hægt að fá 8 stig.
Smelltu á krækjuna og síðan á Start Game!
Einnig er hægt að ná í leikinn með því að skanna QR kóðann:
Jeopardy er spurningaleikur sem kennari stjórnar í gegnum tölvu og skjávarpa. Hann ákveður hversu mörg lið etja kappi og raðar nemendum í lið. Hægt er að velja allt að 16 lið.
Í þessu verkefni eru fimm efnisflokkar – menneskehandel, klima og misbrug, kriminalitet på nettet, Fætr lyver, Diverse – og í hverjum flokki er hægt að velja fimm spurningar. Spurningar eru misþungar, þær léttustu gefa 100 stig og svo koll af kolli upp í 500 stig fyrir erfiðustu spurningarnar. Kennari sér um að gefa stig og getur gefið mínusstig ef þurfa þykir. Ekki er þó mælt með því. Neðst á skjánum birtast liðsnúmerið og þar undir eru plús og mínus hnappar.
Með því að smella á krækjuna hér að neðan opnast spurningakeppni í Kahoot. Varpið henni upp af skjávarpa. Á skjánum birtist númer, svokallað game pin. Nemendur/hópar slá það inn í snjalltækin og þá eru þeir orðnir þátttakendur í leiknum. Þegar allir hafa skráð sig inn með nafni þá setur kennari keppnina í gang. Spurningarnar birtast á skjánum og nemendur svara með snjalltækjunum. Hver spurning varir í 30 sekúndur eða þar til allir hafa svarað. Að leik loknum getur kennari vistað niðurstöðurnar í excel skjali.