Tøj og tilbehør
Mit yndlingstøj er min hvide hættetrøje og mine blå jeans. Jeg kan også godt li´ at have en nederdel og en kjole på. Jeg træner meget og derfor har jeg tit sportstøj på.
Mit favorit tilbehør er en halskæde, som jeg fik af min mormor og et rødt halstørklæde, som jeg selv har strikket.
Verkefni
Prentaðu út orðablómið eða vistaðu það og settu inn í forrit að eigin vali, s.s. Padlet.
Skrifaðu inn í orðablómið á dönsku 5-8 …
- liti sem þú sérð á myndinni af Dilara.
- orð yfir föt.
Verkefnið er á þremur síðum.
- Paraðu saman orð og föt.
- Segðu frá því í 3-5 setningum á dönsku hvernig fötum þú klæðist í dag.
- Paraðu saman orð og föt/fylgihluti.
Taktu skjáskot eða mynd af hverju verkefni fyrir sig þegar þú hefur leyst þau og sýndu kennara.
Farðu í ChatterPix eða annað verkfæri. Notaðu orðaforðann í textanum
og segðu frá á dönsku í 3-5 setningum …
- í hvernig fötum þú ert.
- hver uppáhalds fötin þín eru og hvernig þau eru á litinn.
Með því að smella á hlekkinn hér að neðan opnast spurningakeppni í Kahoot. Varpið henni upp af skjávarpa. Á skjánum birtist númer (game pin). Nemendur/hópar slá það inn í snjalltækin (kahoot.it) og þá eru þeir orðnir þátttakendur í leiknum. Þegar allir hafa skráð sig inn með nafni setur kennari keppnina í gang. Spurningarnar birtast á skjánum og nemendur svara með snjalltækjunum. Hver spurning varir í 30 sekúndur eða þar til allir hafa svarað. Að leik loknum getur kennari vistað niðurstöðurnar í Excel skjali.
Vinnið saman tvö og tvö. Tengið saman 4 orð sem passa saman og finnið út hvaða tengingu þau hafa. Þið fáið 1 aukastig ef þið getið upp á hvaða flokki orðin tilheyra. Dæmi: sort, hvid, gul og grøn – tilheyrir flokknum farver (litir). Mest er hægt að fá 8 stig.
Smelltu á hlekkinn og síðan á Start Game! Þið hafið 3 mínútur til að finna út hvaða 4 orð heyra saman.
Einnig er hægt að ná í leikinn með því að skanna QR kóðann:
Verkefnið þjálfar þig í að muna orðin sem þú varst að læra í þessum kafla. Reyndu að átta þig á hvað orðin þýða á íslensku áður en þú kannar svarið. Ef smellt er á krækjuna opnast möguleiki sem nefnist Flashcards, flettikort/minniskort til að þjálfa orðaforða.
Auk þess eru fleiri möguleikar á úrvinnslu orða sem gagnlegt er að þú kynnir þér (Learn, Write, Spell, Test, Match og Gravity).
Þegar þú hefur æft orðaforðann þá er upplagt að fara í hópakeppni, á Quizlet Live.
Til að virkja Live möguleikann þarf kennari að smella á Live, neðst á valstikunni. ( )
Þá opnast gluggi og kennari smellir á Create game. Því næst smellir hann á Random Teams – Select. Velur Uppáhaldsföt eða Yndlingstøj. Þá kemur upp sex stafa leiknúmer/kóði sem nemendur slá inn á sín tæki. Þegar allir nemendur hafa skráð sig inn getur kennari sett leikinn af stað.
Forritið raðar nemendum sjálft í hópa og hver nemandi þarf að hafa eitt snjalltæki til að spila leikinn. Rétti svarmöguleikinn birtist bara í einu tæki hjá hverjum hóp, þannig að það er nauðsynlegt að vinna saman til að ná árangri.