Quizalize

Í stuttu máli:

  • Quizalize er spurningaleikjaforrit.
  • Það er gott verkfæri til að þjálfa orðaforða hjá nemendum.

Helstu kostir Quizalize umfram önnur svipuð forrit eru að það er hægt að nota mp3 búta/hljóðskrár með spurningum og auðvelt er að einstaklingsmiða áætlun um framvindu ef kennari býr til eigin aðgang og stofnar námshóp. Þannig er hægt að stilla hvaða verkefni nemandi fær næst, út frá frammistöðu hans í verkefninu á undan. Eins er hægt að flytja inn quiz úr Quizlet.

Hægt er að samkeyra Quizalize við Google og Office 365.

Ef smellt er á Quizalize hlekk í TEMPO opnast innskráningargluggi fyrir nemendur þar sem þeir þurfa að skrá sig inn með kóðanum zhj7643, þá fá nemendur aðgang að öllum Quizalize verkefnum sem fylgja TEMPO.