Jeopardy

Í stuttu máli:

  • Spurningaleikur fyrir stóra hópa.
  • Nemendur/lið ráða hvaða efnisþáttum þeir velja að svara og hve mörg stig þeir reyna við hverju sinni. Spurningar eru misþungar, léttustu spurningarnar gefa 100 stig, næst léttustu 200 stig o.s.frv. Það lið vinnur sem safnar flestum stigum.

Jeopardy er gott verkfæri til að setja upp spurningakeppni og spila með öllum bekknum/hópnum í einu með aðstoð skjávarpa. Svona er farið að:

  • Þegar smellt er á Jeopardy hlekk í TEMPO velur kennari fjölda liða úr fellilista og smellir á Start.
  • Gangur leiksins:
    • Fyrsta lið velur efnisflokk (efst) og þyngd spurningar (100-500).
    • Kennari smellir á þá tölu sem valin var.
    • Liðið svarar spurningunni.
    • Ef svar er rétt þá smellir kennari á græna plús merkið hjá viðkomandi liði. Ef svarið er rangt geta hin liðin spreytt sig, þá þarf að gæta þess að rétt svar hafi ekki verið birt (þ.e. Correct Response). Einnig er hægt að gefa mínusstig fyrir röng svör en ekki er mælt með því.
    • Kennari eða nemendahópurinn getur í einhverjum tilfellum metið hvort svar við erfiðustu spurningunum sé fullnægjandi.
    • Kennari sýnir svarið, með því að smella á bilstöng (Spacebar).
    • Til að næsta lið geti valið efnisflokk og þyngdarstig, smellir kennari á Esc hnappinn á lyklaborðinu eða á „Continue Esc“ (efst í vinstra horni).
  • Næsta lið tekur svo við og svo koll af kolli.
  • Þegar allar spurningar eru búnar, sést á stigatöflunni neðst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari.

Til gamans getur hvert og eitt lið valið sér nafn en þá skráir kennari nafnið í reitinn þar sem t.d. stóð Team 1: